Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 14:48
Elvar Geir Magnússon
Voru með fordóma í garð samkynhneigðra og því ekki valdir
Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríkis er fyrrum stjóri Manchester United.
Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríkis er fyrrum stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Marco Grüll var ekki valinn.
Marco Grüll var ekki valinn.
Mynd: Getty Images
Þrír leikmenn voru ekki valdir í austurríska landsliðshópinn þar sem þeir voru með hommafóbíska níðsöngva eftir grannaslaginn í Vínarborg í síðasta mánuði.

Marco Grüll, Guido Burgstaller og markvörðurinn Niklas Hedl leikmenn Rapid Vín tóku þátt í hommafóbískum söng eftir 3-0 sigur gegn Austria Vín.

„Þetta er eitthvað sem ég mun ekki sætta mig við hjá þeim liðum sem ég þjálfa, hvort sem það eru félagslið eða landslið. Allt sem við stöndum fyrir sem landslið er þveröfugt við þetta. Ég sagði leikmönnunum þetta í gegnum síma," segir Rangnick.

Rangnick segir mögulegt að leikmennirnir verði kallaðir aftur inn í hópinn fyrir Evrópumótið en þá þurfi þeir að sýna að þeir sjái eftir því hvernig þeir hegðuðu sér.

„Ég býst við að þeir taki þessum athugasemdum mínum alvarlega og skilji hvaða áhrif það hefur fyrir fólk þegar svona fordómar eiga sér stað."

Leikmennirnir þrír og tveir liðsfélagar þeirra hjá Rapid voru settir í bann af austurrísku deildinni eftir sönginn. Einnig Steffen Hofmann framkvæmdastjóri Rapid og Stefan Kulovits aðstoðarþjálfari. Þá var þeim skipað að taka þátt í vinnustofu um mál tengd mismunun.

Austurríki er að fara að mæta Slóvakíu og Tyrklandi í vináttulandsleikjum. Í sumar mun Austurríki vera með Frakklandi, Hollandi og einum umspilssigurvegara í D-riðli EM í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner