Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Xavi með lista yfir blaðamenn sem hann telur vinna gegn sér
Xavi Hernandez.
Xavi Hernandez.
Mynd: EPA
Xavi Hernandez stjóri Barcelona var í góðu skapi eftir 3-1 sigur Barcelona gegn Napoli í gær en Spánarmeistararnir tryggðu sér þar með sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Á fréttamannafundi eftir leikinn notaði hann þó tækifærið og skaut á blaðamenn sem hann telur fjalla um sig á ósanngjarnan hátt. Hann vitnaði í blaðagrein sem Ramon Besa skrifaði í El Pais í nóvember þegar hann kallaði Barcelona 'fífl Evrópu'.

Xavi heldur því fram að greinin hafi verið skrifuð með illum ásetningi en Besa hefur neitað því.

Sique Rodriguez Gairi íþróttafréttamaður Cadena SER segir að Xavi sé með lista yfir 25 blaðamenn sem hann telji að séu hliðhollir Pep Guardiola og fari yfir strikið í gagnrýni á sig sjálfan. Xavi telji að blaðamennirnir séu að vinna gegn sér með leikskýringum sínum og umfjöllunum.

Rodriguez segir að þessar samsæriskenningar Xavi séu einfaldlega rangar og geri ekki neitt annað en að skaða hann sjálfan.

Xavi hefur gagnrýnt fjölmiðla mikið síðustu mánuði en fjölmiðlaumfjölun í Spáni er þekkt fyrir að vera mjög pólitísk og blaðamenn eru óhræddir við að taka afstöðu. Margir telja þó að Xavi hafi í raun fengið vægari gagnrýni en margir af forverum hans í starfinu.

Tímabilið hjá Barcelona hefur verið nokkuð vindasamt en Xavi mun láta af störfum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner