Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 13. ágúst 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Shearer segir að Mourinho verði að hætta að tuða
Markakóngurinn Alan Shearer.
Markakóngurinn Alan Shearer.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, fyrrum markahrókur og nú sparkspekingur BBC, segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, verði að hætta að tuða og fara að einbeita sér að því að vinna fótboltaleiki.

Paul Pogba og Luke Shaw skoruðu þegar Manchester United vann 2-1 sigur gegn Leicester í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Báðir leikmennirnir hafa legið undir gagnrýni frá Mourinho og samband þeirra við stjórann mikið verið í umræðunni.

Mourinho fór ekki leynt með óánægju sína með að leikmannahópur united hafi ekki verið styrktur frekar í sumar.

„Þegar þú skoðar leikmannahóp United sérðu að hann er verulega hæfileikaríkur," segir Shearer.

„En liðið endaði 19 stigum á eftir Manchester City á síðasta tímabili og vann ekki titil eftir að hafa unnið tvo titla tímabilið á undan. Það er mikilvægt að fara aftur að lyfta bikurum. Það virðist ekki gleði kringum United og sú tilfinning kemur frá stjóranum."

„Í hverju einasta viðtali er Mourinho að kvarta og kveina eða ráðast að einhverjum. Hann getur ekki breytt hópnum núna. Hann verður að vinna með þá leikmenn sem hann hefur og hann er með hæfileikaríkan hóp af leikmönnum."

„Tuðið verður að hætta núna og hann verður að fara að einbeita sér að því að vinna fótboltaleiki," segir Shearer en næsti leikur United er útileikur gegn Brighton á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner