Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. nóvember 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki með ráðleggingu - „Held það væri tilvalið að hætta spila honum á kanti"
Icelandair
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Láki
Láki
Mynd: Palli Jóh / thorsport
Þorlákur Árnason ræddi um íslenska landsliðið og framtíð þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag. Þorlákur er í dag þjálfari Þórs á Akureyri en hefur starfað í hæfileikamótun hjá KSÍ og þjálfað yngri landsliðin.

Láki tók nokkurn veginn stöðu fyrir stöðu á vellinum og er hægt að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum að neðan.

Láki vill að byrjað sé að móta vörnina, rosalegar breytingar hafi verið í vörninni eftir að Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hefðu leikið meginþorra allra leikjanna í um áratug.

Eftir að Láki hafði lokið sér af að tala um miðverðina þá færði hann sig á miðjuna og kom inn á Mikael Neville Anderson.

„Svo er Mikael Anderson að spila í Danmörku á miðjunni. Ég held það væri tilvalið að hætta spila honum á kanti því hann er ekki kantmaður," sagði Láki.

„Hann er með aðra eiginleika inn á miðjunni, er hraður og „aggresívur". Hann er í einhverjum álagsmeiðslum og ekki búið að skoða hann almennilega," sagði Láki.

Mikael er leikmaður AGF í Danmörku og hefur spilað á miðsvæðinu í talsverðan tíma eftir að hafa spilað úti á kanti í upphafi ferilsins. Með A-landsliðinu hefur hann spilað bæði á hægri og vinstri kantinum.

Hann er ekki með A-landsliðinu vegna hnémeiðsla eins og Láki kom inn á.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Jón Rúnar og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner
banner