Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 13. nóvember 2021 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn bauluðu á Guendouzi
Mynd: Getty Images
Frakkland er að vinna Kasakstan nokkuð örugglega í undankeppni HM 5-0. Liðið er því að tryggja sér farseðilinn á HM.

Kylian Mbappe skoraði þrennu í hálfleik og Karim Benzema er búinn að bæta tveimur mörkum við í seinni hálfleik.

Matteo Guendouzi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins sem er á láni hjá Marseille í heimalandinu sínu er ekki vinsælasti maður stuðningsmanna PSG þessa stundina eftir að hann lét orð falla á fréttamannafundi fyrir leik um heimavöll PSG.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes heimavelli PSG en ekki Stade de France sem er venjulega heimavöllur franska landsliðsins.

„Ég hefði klárlega frekar viljað spila á Stade de France. Parc des Princes er heimavöllur PSG. Við munum gera allt til að vinna og ég vonaað fólkið sem kemur á völlinn skemmti sér og verði stolt af okkur og við náum sæti á HM," sagði Guendouzi. Hann fékk ekki alveg þær móttökur sem hann átti von á.

Marseille og PSG eru miklir erkifjendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner