Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. janúar 2023 12:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar svarar Arnari: Hefur ekkert með umboðsmenn að gera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals sagði í Valshlaðvarpinu Vængjum Þöndum á dögunum að félög á borð við Víking og Breiðablik ættu auðveldara með að næla í unga leikmenn vegna tenginga við umboðsmenn.


„Ef ég væri umboðsmaður þá myndi ég skoða besta aðbúnaðinn, ég veit ekki hvort einhver geti gert það sem við erum að gera,“ sagði Arnar Grétarsson.

„Ég veit ekki hvort einhverjir verði fúlir út í mig. Það eru ekki margir umboðsmenn á Íslandi, við getum sagt að Víkingur og Breiðablik eru með betri tengingar í þessa aðila. Það er bara eins og staðan er, það líður að því að þessi tvö lið eru vel mönnuð. Valur er að setja áherslu á það að fá unga leikmenn, þú getur tekið bestu leikmennina sem hafa átt frábæran feril og fengið þá í Val. Þú vilt líka fá unga leikmenn, vera með 5-6 unga sem er hægt að selja.“

Bjarki Gunnlaugsson, bróðir Arnars þjálfara Víkings er umboðsmaður margra ungra leikmanna.

Arnar Gunnlaugsson svaraði þessum ummælum þjálfara Vals í Þungaviktinni.

„Ég er ekki sammála þessu. Ég skal segja ykkur hvernig þetta virkar. Þegar ungir leikmenn eru á leiðinni heim hitta þeir 4-5 af bestu liðum Íslands. Inni í því er Valur, KR, Breiðablik, Víkingur, FH, Stjarnan,“ sagði Gunnlaugsson.

„Leikmenn velja svo bara hvert þeir fara. Við höfum tekið söluræðu á leikmann, Orra [Hrafn Kristjánsson], sem endaði í Val."

Arnar Gunnlaugs segir Breiðablik og Víking einfaldlega heitustu félögin í dag.

„Ég held að þetta hafi verið pirringur í nafna mínum, sem ég met mikils. Þetta hefur ekkert með umboðsmenn að gera. Ég held að leikmenn fatti hvað er í gangi hjá þessum tveimur klúbbum. Þetta eru heitu klúbbarnir í dag.“


Athugasemdir
banner
banner