Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan stöðvaði mann á mótorhjóli til að komast til Sanremo
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er þessa stundina að glíma við meiðsli og er hann ekki að spila með liði sínu, AC Milan.

Það er hins vegar nóg að gera hjá hinum 39 ára gamla Zlatan utan vallar.

Ítalía hélt undankeppni sína fyrir Eurovision söngvakeppnina um síðustu helgi. Zlatan steig þar í hlutverk kynnis og leysti það með glæsibrag samkvæmt Birni Má Ólafssyni, helsta sérfræðingi okkar Íslendinga um ítalska boltann. Þáttaka hans bauð hins vegar líka upp á mikla dramatík.

„Forsvarsmenn voru mjög óánægðir með að Zlatan hafi tekið þátt þótt hann sé meiddur," sagði Björn.

„Það munaði litlu að Zlatan hefði misst af úrslitakvöldinu. Hann var á leið á keppniskvöldið á laugardegi, var á hraðbrautinni frá Mílanó til Sanremo þegar stórt umferðarslys varð fyrir framan hann. Hann sat fastur í umferðarteppu en steig út úr bifreið sinni, stöðvaði mann á mótorhjóli sem reyndist vera AC Milan stuðningsmaður og fékk far með honum á keppnina."

„Hann endaði kvöldi á 'inspirational' eldræðu um ást sína á Ítalíu," sagði Björn Már en Zlatan tók líka þátt í söngatriði á hátíðinni með Sinisa Mihajlovic. Það má hlusta á hér að neðan.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið um ítalska boltann.


Ítalski boltinn - Óásættanlegur Ronaldo, varnarmaður með óróapúls og Eurovision dramatík Zlatans
Athugasemdir
banner
banner
banner