Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Al-Hilal bætti heimsmet í vikunni
Aleksander Mitrovic framherji Al-Hilal
Aleksander Mitrovic framherji Al-Hilal
Mynd: EPA

Al-Hilal fer hamförum í Sádí-Arabíu á þessari leiktíð en liðið vann 28. leikinn í röð þegar liðið lagði Al-Ittihad í Meistaradeildinni á dögunum.


Liðið bætti heimsmet með sigrinum en engu liði hefur tekist að vinna jafn marga leiki í röð í atvinnumannadeild.

TNS frá Wales átti metið en liðið vann 27 leiki í röð tímabilið 2016/17. Ajax ('71-'72 og '94-'95)  er í þriðja og fjórða sæti á listanum.

Al-Hilal er á toppi sádí-arabísku deildarinnar tólf stigum á undan Cristiano Ronaldo og félögum í Al-Nassr.

Aleksander Mitrovic hefur farið hamförum í liði Al-Hilal en hann hefur skorað 31 mark í 33 leikjum. Menn á borð við Kalidou Koulibaly, Sergej Milinkovic-Savic og Neymar leika einnig með liðinu. Neymar hefur þó aðeins spilað fimm leiki vegna langvarandi meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner