Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í Sambandsdeildinni: Hákon og Kristian á sínum stað
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Síðustu fjórir leikirnir í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar fara fram í kvöld og eru tveir Íslendingar í byrjunarliðum.

Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem tekur á móti austurríska stórliðinu Sturm Graz, en Lille er í frábærri stöðu eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum.

Hákon Arnar er í byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð eftir erfiða byrjun í Lille og verður gaman að fylgjast með honum í kvöld.

Kristian Nökkvi Hlynsson er þá í byrjunarliði Ajax sem á sér talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, á útivelli gegn sterku liði Aston Villa.

Kristian Nökkvi hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Ajax á tímabilinu og er Jordan Henderson einnig í byrjunarliði Ajax í kvöld.

Aston Villa mætir til leiks með afar sterkt lið þar sem Ollie Watkins og Morgan Rogers leiða sóknarlínuna ásamt Moussa Diaby og Leon Bailey.

Lille: Mannone, Santos, Diakite, Alexsandro, Gudmundsson, Bouaddi, Bentaleb, Zhegrova, Cabella, Haraldsson, Yazici



Aston Villa: Martinez, Cash, Carlos, Torres, Moreno, McGinn, Luiz, Bailey, Diaby, Rogers, Watkins
Varamenn: Olsen, Gauci, Digne, Duran, Tielemans, Lenglet, Kellyman, Kesler Hayden, Ireogbunam

Ajax: Ramaj, Sutalo, Kaplan, Hato, Remsch, Henderson, Mannsverk, Sosa, Hlynsson, Taylor, Brobbey
Varamenn: Rulli, Pasveer, Tahirovic, Akpom, Boomen, Vos, Rijkhoff, Medic, Godts, Gaaei, Forbs, Fitz-Jim
Athugasemdir
banner
banner