Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 11:49
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne ekki í belgíska landsliðinu vegna nárameiðsla
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kevin De Bruyne miðjumaður Manchester City er ekki í leikmannahópi belgíska landsliðsins fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Írlandi og Englandi.

Domenico Tedesco landsliðsþjálfari Belgíu segir að De Bruyne hafi verið að spila í gegnum nárameiðsli í undanförnum leikjum.

„Við getum ekki verið að taka áhættu núna, og allra síst með Kevin," segir Tedesco.

„Það er betra fyrir okkur að hann jafni sig vel hjá City og verði svo fullkomlega klár fyrir Evrópumótið í sumar."

Belgía mætir Írlandi í Dublin þann 23. mars og Englandi á Wembley þann 26. mars. City mætir Newcastle í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á laugardag og toppliði Arsenal í deildinni þann 31. mars. Samkvæmt BBC ætti De Bruyne að vera orðinn klár í leikinn gegn Arsenal.

De Bruyne missti af fyrstu fimm mánuðum þessa tímabils vegna meiðsla aftan í læri. Tedesco veit ekki hvort þau meiðsli tengist eitthvað þeim meiðslum sem hann er að glíma við núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner