Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa í dag - West Ham undir í baráttunni en formsatriði fyrir Liverpool
Darwin Nunez skoraði tvö mörk í fyrri leiknum gegn Sparta Prag
Darwin Nunez skoraði tvö mörk í fyrri leiknum gegn Sparta Prag
Mynd: EPA

Liverpool er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 5-1 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í Tékklandi. Liðin mætast á Anfield í kvöld.


West Ham mætir Freiburg á heimavelli í kvöld en Lundúnarliðið tapaði fyrri leiknum í Þýskalandi með einu marki gegn engu. Roma er komið langleiðina áfram en liðið fór illa með Brighton í fyrri leiknum 4-0.

Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Aston Villa og eiga því verk að vinna á Englandi í kvöld í Sambandsdeildinni.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eru í góðum málum eftir 3-0 sigur á Sturm Graz.

Evrópudeildin
17:45 Villarreal - Marseille (0-4)
17:45 West Ham - Freiburg (0-1)
17:45 Slavia Prag - Milan (2-4)
20:00 Atalanta - Sporting (1-1)
20:00 Liverpool - Sparta Prag (5-1)
20:00 Brighton - Roma (0-4)
20:00 Leverkusen - Qarabag (2-2)
20:00 Rangers - Benfica (2-2)

Sambandsdeildin
17:45 Plzen - Servette (0-0)
17:45 Fenerbahce - St. Gilloise (3-0)
17:45 PAOK - Dinamo Zagreb (0-2)
17:45 Fiorentina - Maccabi Haifa (4-3)
20:00 Aston Villa - Ajax (0-0)
20:00 Club Brugge - Molde (1-2)
20:00 Lille - Sturm (3-0)
20:00 Maccabi Tel Aviv - Olympiakos (4-1)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner