Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hafi litið fáránlega vel út á æfingum - „Hef aldrei séð svona"
Gylfi æfði með Fylki á dögunum.
Gylfi æfði með Fylki á dögunum.
Mynd: Fylkir
Þau risastóru tíðindi bárust í dag að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við Val. Hann mun spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda.

Gylfi æfði með Fylki á Spáni á dögunum, en Fylkismenn voru þá í æfingaferð. Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, segir í hlaðvarpinu Gula Spjaldið að Gylfi hafi litið gríðarlega vel út á æfingunum.

„Standið á honum er bara mjög gott. Hann leit fáránlega vel út en hann tók þrjár eða fjórar æfingar með okkur," sagði Ragnar Bragi í hlaðvarpinu. „Þó það sé skrítið að segja það, þá kom það mér á óvart hversu ógeðslega góður hann er í fótbolta. Við fórum í skotæfingu og ég hef aldrei séð svona."

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekki spilað síðan í nóvember. Ragnar Bragi segir að Gylfi sé í hörkustandi en vanti að komast í leikform.

„Hann er miklu léttari en ég hélt. Hann er í góðu formi og tók þátt í öllu nema á fyrstu æfingunni. Valur er að fá geðveikan leikmann. Maður dauðöfundar strákana í Val að fá að æfa með svona gaur; leikmaður á svona kalíberi lyftir öllu. Að fá svona gaur inn er ótrúlega gaman."


Athugasemdir
banner
banner