Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Simeone gat ekki horft á vítaspyrnukeppnina - „Ekki gott fyrir mig"
Mynd: EPA

Atletico Madrid vann magnaðan sigur á Inter eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.


Inter vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og ítalska liðið náði forystunni í gær þegar Federico Dimarco skoraði en Antoine Griezmann jafnaði metin stuttu síðar.

Það var síðan Memphis Depay sem kom Atletico yfir undir lok leiksins og jafnaði metin í einvíginu. Leikurinn fór síðan alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Jan Oblak var hetja liðsins og varði tvær spyrnur.

Diego Simeone stjóri Atletico sagði i viðtali eftir leikinn að hann hafi ekki getað fylgst með vítaspyrnukeppninni.

„Ég horfði ekki. Það er ekki gott fyrir mig svo ég ákvað að sleppa þvi. Jan (Oblak) á þetta skilið, vítaspyrnukeppnir hafa farið illa með okkur. Ég sá bara viðbrögð stuðningsmanna í sjónvarpinu, þetta var tilfinningaþrungið," sagði Simone.

„Þegar liðið spilar eins og í dag vex vonin og við búum til þessa spennu. Við erum eitt af átta bestu liðum í Evrópu enn eina ferðina, það segir mikið um félagið."


Athugasemdir
banner
banner