Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilaði tvisvar fyrir Þýskaland en velur núna að leika fyrir Sýrland
Mahmoud Dahoud.
Mahmoud Dahoud.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Mahmoud Dahoud hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Þýskaland en segir núna að draumur sinn sé að spila fyrir Sýrland í framtíðinni.

Hinn 28 ára gamli Dahoud segir í samtali við Sky að hann ætli sér að spila fyrir landslið Sýrlands á næstunni. Hann leikur fyrir Stuttgart á lánssamningi frá Brighton.

Hann getur spilað fyrir annað landslið þar sem hann spilaði bara tvo æfingaleiki fyrir Þýskaland. Hann getur því enn breytt um landslið ef hann vill.

Það er ekki langt síðan hann var í hópi Þýskalands fyrir keppnisleiki en hann spilaði ekki þar.

„Ég ólst upp í Þýskalandi og hef varið öllu mínu lífi þar. Ég er stoltur að hafa spilað fyrir landsliðið þar sem Þýskaland er heimili mitt," segir Dahoud. „En Sýrland er land fjölskyldu minnar og fæðingarland mitt. Það er mikilvægt að færa fólki mínu í Sýrlandi ánægju. Það er verkefni sem er nálægt hjarta mínu."

Sýrland, sem hefur verið mjög stríðshrjáð þjóð á síðustu árum, spilar í undankeppni HM síðar í þessum mánuði og það er spurning hvort að Dahoud muni spila þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner