Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er hópur Englands - White vildi ekki vera með
Ben White.
Ben White.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur opinberað hóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Brasilíu og Belgíu síðar í þessum mánuði.

Southgate hefur valið 25 manna hóp en Cole Palmer, framherji Chelsea, Ezri Konsa, varnarmaður Aston Villa, Anthony Gordon, kantmaður Newcastle og Jarrad Branthwaite, miðvörður Everton, koma inn í hópinn.

Kalvin Phillips, miðjumaður West Ham, er ekki í hópnum að þessu sinni. „Hann hefur einfaldlega ekki spilað nægilega vel," sagði Southgate við því.

Ivan Toney snýr þá aftur í hópinn eftir að hafa setið af sér veðmálabann og þá er Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, í hópnum í fyrsta sinn síðan 2020 en hann hefur spilað afar vel að undanförnu.

Southgate sagði á fundinum að Ben White, varnarmaður Arsenal, hefðið beðist undan því að vera í hópnum að þessu sinni. White hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan á HM í Katar en þá var hann sendur heim eftir að hafa rifist við aðstoðarþjálfara liðsins. „Það er synd," sagði Southgate um White.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig hópur Englands lítur út en þetta er síðasti hópurinn sem er valinn fyrir Evrópumótið.



Markverðir: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale

Varnarmenn: Jarrad Branthwaite, Ben Chilwell, Lewis Dunk, Joe Gomez, Ezri Konsa, Harry Maguire, John Stones, Kyle Walker

Miðjumenn: Jude Bellingham, Conor Gallagher, Jordan Henderson, James Maddison, Declan Rice

Sóknarmaður: Jarrod Bowen, Phil Foden, Anthony Gordon, Harry Kane, Cole Palmer, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Ivan Toney, Ollie Watkins
Athugasemdir
banner