Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius vill að UEFA refsi Atlético fyrir hegðun stuðningsmanna
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior er ósáttur með kynþáttafordóma innan spænska fótboltaheimsins og vonast til að UEFA skerist í leikinn í nýjasta fordómamálinu þar í landi.

Það birtist myndband af stuðningsmönnum Atlético Madrid syngja fordómafulla níðsöngva í garð Vinicius fyrir leik Atletico gegn Inter í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Spænska deildin, La Liga, er búin að tilkynna níðsöngvana til hatursglæpadeildar saksóknaraembættisins á Spáni en Vinicius vill líka sjá viðbrögð frá UEFA.

„Ég vona að þið séuð búnir að komast að viðeigandi refsingu fyrir þetta athæfi. Það er sorgleg staðreynd að þetta gerist líka á leikjum sem ég er ekki einu sinni að spila!" skrifaði Vinicius á samfélagsmiðlinum X.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner