Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker opinn fyrir því að fara til Sádí-Arabíu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Kyle Walker bakvörður Manchester City segist vera opinn fyrir því að fara í sádí arabísku deildina.


Sádí arabíska deildin stefnir hátt en eftir að Cristiano Ronaldo skrifaði undir samning við Al-Nassr á síðasta ári hefur deildin fengið mikla athygli á sig.

„Aldrei að segja aldrei. Peningurinn sem maður fær þarna hefur mikið að segja um það hvers vegna menn eru að fara þangað. Cristiano Ronaldo opnaði dyrnar. Ef þeir halda áfram að laða þessa leikmenn að mun deildin verða betri svo hvers vegna myndiru ekki vilja fara," sagði Walker.

Þessi 33 ára gamli Englendingur hefur verið hjá City frá árinu 2017 og hefur náð stórkostlegum árangri með félaginu. Samningurinn hans við félagið rennur út sumarið 2026.


Athugasemdir
banner