Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inkasso: Máni Austmann hetja ÍR í botnslagnum
Máni Austmann Hilmarsson skoraði sigurmark ÍR.
Máni Austmann Hilmarsson skoraði sigurmark ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er nú ný lokið í Inkasso-deild karla, tvö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur.

Á Leiknisvelli mættust Leiknir R. og Þór, þar var staðan marklaus í hálfleik en Ignacio Gil Echevarria leikmaður Þórs sá til þess að það var eitt mark skorað og það gerði hann á 84. mínútu.

Magni og ÍR mættust á Grenivíkurvelli, líkt og í leik Leiknis og Þórs þá kom sigurmarkið undir lok leiksins en það gerði Máni Austmann Hilmarsson á 85. mínútu. Heimamenn í Magna misstu mann af velli í seinni hálfleik þegar Ívar Örn Árnason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þór fer með sigrinum í 23. stig en er áfram í 4. sæti, ÍR er áfram í fallsæti þrátt fyrir sigurinn en er nú með 10 stig í 11. sæti, jafnt Njarðvík að stigum sem er með betri markatölu sæti ofar.

Leiknir R. 0 - 1 Þór
0-1 Ignacio Gil Echevarria ('84 )

Magni 0 - 1 ÍR
0-1 Máni Austmann Hilmarsson, víti ('85 )

Rautt spjald:Ívar Örn Árnason , Magni ('60)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner