Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Bologna hóta stjórnendum félagsins
Mynd: Getty Images
Þremur af stjórnendum ítalska knattspyrnufélagsins Bologna hefur verið hótað í kjölfar slæmra úrslita félagsins í ítalska boltanum.

Bologna tapaði fyrir Empoli í síðustu umferð og mótmæltu stuðningsmenn félagsins harkalega eftir tapið, en Bologna er í fallsæti með ellefu stig eftir fimmtán umferðir.

Einhverjir stuðningsmenn voru óhressari en aðrir eftir tapið og ákváðu að hóta framkvæmdastjóranum Claudio Fenucci, yfirmanni íþróttamála Riccardo Bigon og yfirnjósnaranum Marco Di Vaio, sem skoraði 65 mörk í 143 deildarleikjum með Bologna.

Hótunin kom í ljós í dag þegar menn mættu á æfingasvæði Bologna uppúr hádegi. Þá blöstu við þrír krossar merktir stjórnendunum.

Lögreglan í Bologna er með málið til rannsóknar og er það litið alvarlegum augum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner