Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. febrúar 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Klopp tók næstum því við Bayern
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var nálægt því að taka við þjálfun Bayern Munchen árið 2008.

Klopp hætti hjá Mainz það sumarið og tók við Borussia Dortmund. Hann stýrði síðan Dortmund í sjö ár áður en hann tók við Liverpool árið 2015.

„Persónulega hef ég miklar mætur á Jurgen Klopp. Fyrir mörgum árum náðum við samkomulagi um samstarf en á endanum réðum við Jurgen Klinsmann í staðinn. Þar sýndi ég virðingu fyrir honum og hans vinnu," sagði Uli Hoeness forseti Bayern.

Bayern og Liverpool mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikurinn verður á Anfield á þriðjudaginn.

„Þetta verður erfitt fyrir bæði lið en vonandi vinnum við," sagði Hoeness.
Athugasemdir
banner
banner
banner