Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Igor Tudor að taka við Lazio
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir það vera svo gott sem staðfest að Igor Tudor tekur við þjálfarastarfinu hjá Lazio eftir að Maurizio Sarri sagði upp starfinu á dögunum.

Sarri sagði upp starfinu eftir tap á heimavelli gegn Udinese en það var fjórða tap liðsins í röð í öllum keppnum.

Tudor hitti Claudio Lotito, forseta Lazio, í gærkvöldi og ræddu þeir um bráðabirgðasamning sem gildir út tímabilið með möguleika á framlengingu ef vel gengur.

Tudor er 45 ára gamall og stýrði síðast Marseille í Frakklandi, en hann hefur meðal annars þjálfað Udinese og Hellas Verona á ferlinum.

Hann tekur við af Sarri sem hættir eftir rúmlega tvö og hálft ár í starfi, eftir að hann tók við Lazio í júní 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner