Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Hefur ekkert rætt við Flóka og fannst Kennie fara dálítið auðveldlega niður
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart
Kennie Chopart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli á mánudag þegar leikmaður KR var sagður hafa svindlað í leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.

Máni Pétursson var sérfræðingur í Pepsi Max stúkunni og tjáði sig um vítaspyrnuna sem KR fékk í leiknum. Kennie Chopart fór niður í teignum eftir viðskipti við Ástbjörn Þórðarson.

„Þetta er það sem við köllum gott svindl," sagði Máni um atvikið.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnu þar sem menn eru rétt að koma við hann. Hann dýfir sér þarna glæsilega og þetta er ekki víti fyrir fimm aur. Það er bara þannig, þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá erum við að tala um Raheem Sterling vítið með," bætti Máni við.

Sjá einnig:
„Þetta er það sem við köllum gott svindl"

Fannst þetta ekki vera víti
Fótbolti.net heyrði í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, og spurði hann út í þessi ummæli Mána.

„Þetta eru menn sem gagnrýna í sjónvarpi, þeir eru fengnir til þess. Þeir nota mismunandi orð til að tala um hlutina og allt í góðu með það. Ef Mána finnst þetta svindl þá er það í fínu lagi. Kennie er enginn svindlari, það er snerting og hann fer niður. Mér fannst þetta ekki vera víti, eftir að hafa séð þetta aftur, ef ég á að vera alveg heiðarlegur," sagði Rúnar.

„Ef menn eru á mikilli ferð eins og Kennie þarna þá þarf lítið til að taka þá úr jafnvægi og hann dettur dálítið auðveldlega, ég get alveg viðurkennt það. Hann er ekki vanur því að reyna fiska og leika sér að svona hlutum. Þetta er ekkert sem menn eru að reyna leggja upp með, þetta er bara hluti af leiknum. Hann er á fullri ferð og það þarf voða lítið til að menn detti ef það er stuggað við þeim."

„Ég hef ekkert verið að spá mikið í þessu og hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er ekkert sem skiptir máli, við brenndum af vítinu og það hafði engin áhrif á leikinn,"
sagði Rúnar.

Ekkert rætt við Flóka
Rúnar var einnig spurður hvort hann hefði rætt við Kristján Flóka Finnbogason vegna rauða spjaldsins sem Flóki fékk gegn KA á Dalvíkurvelli í þarsíðustu umferð.

Sjá einnig:
Sjáðu spjöldin - Mikið dómgreindarleysi hjá Kristjáni Flóka

„Ég þurfti ekkert að ræða við Flóka um þetta. Hann kannski missti skapið sitt í smá stund en ég hef engar áhyggjur af honum. Hann veit manna best sjálfur hvernig á að taka á svona málum, við tókum ekkert sérstakt samtal eftir það," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner