Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 21:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er það sem við köllum gott svindl"
Máni vill meina að Kennie hafi látið sig detta.
Máni vill meina að Kennie hafi látið sig detta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Ingi dómari.
Einar Ingi dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það sem við köllum gott svindl," sagði Máni Pétursson í Pepsi Max stúkunni í kvöld.

KR fékk vítaspyrnu gegn Keflavík á 70. mínútu leiksins þegar Kennie Chopart fór niður eftir návígi við Ástbjörn Þórðarson.

Máni og Atli Viðar Björnsson eru sérfræðingar í setti í kringum leiki kvöldsins í Pepsi Max-deildinni.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum Kennie fiska svona vítaspyrnu þar sem menn eru rétt að koma við hann. Hann dýfir sér þarna glæsilega og þetta er ekki víti fyrir fimm aur."

„Það er bara þannig, þetta er minnsta víti sem við höfum séð á árinu og þá erum við að tala um Raheem Sterling vítið með,"
bætti Máni við.

Lestu um leikinn: KR 1 - 0 Keflavík

Dómari leiksins, Einar Ingi Jóhannsson, benti á punktinn og dæmdi Ástbjörn brotlegan. Pálmi Rafn Pálmason tók vítið en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá Pálma.

„Máni, er ekki Ástbjörn dálítið mikill klaufi þarna," spurði Atli Viðar.

„Mér finnst Ástbjörn eiga að passa sig á því einu að reka sig ekki í hælana á Kennie af því hann er að hlaupa í burt frá markinu og út úr teignum. Hann má ekki narta í hælana á honum þarna og lítil brot geta líka verið víti," sagði Atli.

„Þetta er alls ekki víti og að Einar hafi látið sig veiða í þessa vitleysu finnst mér alveg galið. Mér finnst hann vera að láta veiða sig í þetta. Réttlætinu var fullnægt og Sindri greip boltann í vítinu," sagði Máni.

Pálmi hefur tekið öll sín víti í sama hornið í sumar og í kvöld var engin undantekning.

KR vann 1-0 sigur í Vesturbænum og var það Arnþór Ingi Kristinsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner