Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. september 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel setti met fyrir leikinn gegn Liverpool
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Thomas Tuchel fer vel af stað með Paris Saint-Germain en undir hans stjórn hefur liðið unnið sína fyrstu sex keppnisleiki.

Tuchel tók við PSG af Unai Emery fyrir tímabilið en liðið er með fimm sigra í fimm leikjum í frönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Þjóðverjans. Þá vann liðið Mónakó 4-0 í Ofurbikarnum í Frakklandi.

PSG vann 4-0 sigur gegn St. Etienne á heimavelli í gær. Neymar var hvíldur og Kylian Mbappe var í leikbanni en samt tókst PSG að vinna auðveldlega.

Með sigrinum í gær setti Tuchel met en hann er fyrsti stjórinn í sögu PSG sem vinnur fyrstu sex leiki sína. Hann er fyrsti stjóri í sögu PSG sem vinnur fyrstu fimm leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni.

PSG er í fantaformi en liðið mætir Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Mbappe og Neymar munu væntanlega byrjar hjá Parísarliðinu gegn Liverpool.

Leikur Liverpool og PSG er á Anfield á þriðjudaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner