Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. október 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Siggi Höskulds: Okkur finnst við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp
Lengjudeildin
Fagnað eftir sigur gegn Víkingi Ólafsvík.
Fagnað eftir sigur gegn Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavíkur, var til viðtals hjá Vísi í dag. Þar var hann spurður út í framhaldið á Íslandsmótinu. Á upplýsingafundi í dag kom fram að ekki væri í kortunum að slaka á sóttvarnarreglum og því ekki fyrirsjáanlegt að mótið geti haldið áfram á næstunni.

Staðan í dag er á þann veginn að lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa en lið utan þess mega æfa. Leiknir R. er í 2. sæti Lengjudeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af umferðunum 22. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji.

„Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað," sagði Sigurður við Vísi í dag.

„Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis," bætti Siggi við.

Í viðtalinu kemur Siggi einnig inn á það að Leiknir eigi eftir að mæta Grindavík og Þór og að staðan sé mjög óþægileg.


Athugasemdir
banner