Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. desember 2018 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kom ekki á óvart að sjá Gylfa tekinn af velli"
Mynd: Getty Images
Gylfi fær ekki góða einkunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo fyrir frammistöðu sína í tapinu gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Englandsmeistararnir lögðu Everton 3-1. Gabriel Jesus skoraði tvennu fyrir City og Raheem Sterling gerði mikilvæga þriðja markið. Fyrir Everton skoraði Dominic Calvert-Lewin.

Gylfi Þór Sigurðsson lék 81 mínútu fyrir Everton.

Í umsögn Liverpool Echo segir um Gylfa: „Hann þurfti að einbeita sér meira að varnarskyldu sinni og það hafði áhrif á hann þegar hann reyndi að koma boltanum fram. Rólegur leikur hjá honum og það kom lítið á óvart þegar hann var tekinn af velli."

Gylfi fær 5 ásamt Bernard, Andre Gomes, Richarlison og Seamus Coleman. Aðeins einn leikmaður var með lægri einkunn, það var varnarmaðurinn Yerry Mina.

Gylfi fær líka 5 hjá Sky Sports. Ekki góður dagur hjá Íslendingnum.

Einkunnir Sky Sports:

Man City: Ederson (7), Walker (6), Laporte (7), Otamendi (6), Delph (6), Gundogan (8), Bernardo Silva (7), Fernandinho (7), Sane (8), Mahrez (7), Jesus (9)

Varamenn: Sterling (8), De Bruyne (6)

Everton: Pickford (6), Coleman (6), Keane (6), Mina (5), Zouma (5), Digne (6), Gomes (6), Bernard (6), Sigurdsson (5), Calvert-Lewin (7), Richarlison (7)

Varamenn: Walcott (7), Lookman (6), Davies (6)

Maður leiksins: Gabriel Jesus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner