Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. desember 2018 20:46
Arnar Helgi Magnússon
Rúnar Már í tapliði - Dramatík er AZ vann Excelsior
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í Evrópuknattspyrnunni í kvöld. Flestir þeirra voru þó í tapliði.

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn þegar Grasshopper tapaði fyrir Thun í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0.

Það hefur lítið gengið hjá Grasshopper á leiktíðinni og situr liðið í næst neðsta sæti deildarinnar.

Það var síðan Íslendingaslagur í hollenska boltanum þegar AZ Alkmar tók á móti Excelsior. Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður AZ en Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði gestanna.

Denis Mahmudov kom Excelsior yfir eftir hálftíma leik en Guus Til jafnaði fyrir AZ rétt fyrir hálfleik. Það stefndi allt í jafntefli þegar Bjorn Johnsen kom AZ yfir á 94. mínútu og þar við sat, lokatölur 2-1.

Mikael Andersen var ekki í leikmannahópi Excelsior í dag.

Felix Örn Friðriksson var ekki í leikmannahópi Vejle sem að tapaði fyrir Randers, 2-0 í dönsku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner