Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 16. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Breiðablik á Facebook 
Blikar ráða félagsfræðing til starfa
Mynd: Úr einkasafni
Breiðablik er búið að gera samning við félagsfræðinginn Dr. Viðar Halldórsson sem mun sinna ráðgjafahlutverki fyrir knattspyrnudeild félagsins.

Dr. Viðar mun koma að „greiningu, fræðslumálum, eflingu innra starfs og þróun- og stefnumörkun deildarinnar," samkvæmt yfirlýsingu frá Blikum.

Viðar er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur starfað sem ráðgjafi fyrir ýmsar íþróttastofnanir hér á landi undanfarna áratugi.

Viðar einbeitir sér að félagslegum forsendum árangurs og hefur birt fjölda rannsókna á félagslegri umgjörð árangurs. Auk þess hefur hann haldið fyrirlestra víða um heim og skrifað rannsóknarbók um árangur Íslendinga í íþróttum.

„Við bjóðum Viðar Halldórsson velkominn í Blikafjölskylduna. Hann mun hjálpa okkur við að gera gott starf enn betra💚⚽️."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner