Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. febrúar 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varaforseti Mónakó rekinn (Staðfest)
Vasilyev ásamt Saeed Harib.
Vasilyev ásamt Saeed Harib.
Mynd: Getty Images
Mónakó endaði í 2. sæti undir stjórn Jardim á síðasta tímabili.
Mónakó endaði í 2. sæti undir stjórn Jardim á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Mónakó er búið að reka Vadim Vasilyev og mun hann því ekki gegna stöðu varaforseta og framkvæmdastjóra félagsins lengur.

Vasilyev hefur sinnt starfi varaforseta Mónakó síðan í ágúst 2013 og er maðurinn á bakvið nokkur af bestu leikmannakaupum sögunnar. Hann fékk Kylian Mbappe frítt til félagsins, Thomas Lemar fyrir 4 milljónir evra og Benjamin Mendy fyrir 12 milljónir. Þessir þrír seldust fyrir samtals 300 milljónir evra.

Á starfstíð Vasilyev náði Mónakó mögnuðum árangri og endaði meðal þriggja efstu liða frönsku deildarinnar fimm sinnum á sex árum, auk þess að vinna deildina í fyrsta sinn í 17 ár.

„Þrátt fyrir góðan árangur hafa slæm mistök verið gerð undanfarið ár sem hafa leitt til verstu frammistöðu liðsins í langan tíma," segir í yfirlýsingu frá Dmitry Rybolovlev, eiganda og forseta félagsins.

„Að undanförnu hef ég þurft að glíma við vandamál félagsins. Ég tók nokkrar erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þar sem ég hringdi meðal annars í Leonardo Jardim og baðst afsökunar fyrir mistökin sem voru gerð þegar hann var rekinn í október.

„Ég bað hann um að koma aftur til félagsins og ákvað að nú væri kominn tími á breytingar, ekki bara tengdar leikmönnum heldur einnig í stjórn félagsins. Ég tók þá erfiðu ákvörðun að láta Vadim Vasilyev yfirgefa stöðu sína sem varaforseti og framkvæmdastjóri félagsins. Ég er mjög þakklátur Vadim fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið."


L'Equipe heldur því fram að rússneskur viðskiptamaður að nafni Oleg Petrov muni taka stöðu Vasilyev um næstu mánaðarmót.

Thierry Henry var ráðinn til að rétta úr kútnum hjá Mónakó en honum gekk ekki vel. Liðið er óvænt í fallsæti, með 19 stig eftir 24 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner