Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brutust inn til Marquinhos og slógu föður hans
Mynd: Getty Images
Það er mikið verið að brjótast inn hjá frægu fólki í Frakklandi og er þá sérstaklega stundað að ræna íbúðir knattspyrnumanna meðan þeir eru að spila keppnisleiki.

Það gerðist í gærkvöldi þegar PSG tapaði óvænt heimaleik gegn Nantes í franska boltanum.

Staðan var jöfn, 1-1, þegar Angel Di Maria var skipt útaf eftir símtal sem bæði Mauricio Pochettino, þjálfari, og Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála, tóku þátt í.

Það kom í ljós að þjófar höfðu farið inn í húsið hans Di Maria þar sem þeir hótuðu og héldu fjölskyldumeðlimum í gíslingu.

Skömmu seinna kom í ljós að þjófarnir höfðu einnig farið inn í hús Marquinhos, liðsfélaga Di Maria og nágranna.

Fjölskylda Marquinhos var heima og greina franskir fjölmiðlar frá því að faðir hans hafi verið sleginn af einum þjófanna. Þjófarnir tóku sér góðan tíma í verkið og voru heima hjá Marquinhos í um 40 mínútur til að ná sem mestum verðmætum.
Athugasemdir
banner
banner