Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð Kristján lagði upp í jafntefli - Brescia og Pisa hikstandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia í efstu deild pólska boltans í dag.

Davíð Kristján byrjaði í vinstri bakverði og lagði fyrsta mark leiksins upp í 2-2 jafntefli. Hann hefur farið gríðarlega vel af stað í pólsku deildinni og er kominn með mark og stoðsendingu eftir tvo fyrstu leikina sína.

Cracovia er í neðri hluta pólsku deildarinnar sem stendur, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í B-deild danska boltans lék Ari Leifsson allan leikinn í 3-3 jafntefli Kolding gegn Næstved og kom Davíð Ingvarsson einnig við sögu í liði Kolding, sem er í fimmta sæti með 33 stig eftir 22 umferðir.

Hinn 17 ára gamli Nóel Atli Arnórsson var þá ónotaður varamaður í sigri Álaborgar gegn Hilleröd. Álaborg er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Íslendingalið SönderjyskE sem vann einnig í dag.

Í B-deild þýska boltans kom Sveinn Aron Guðjohnsen við sögu í 1-0 sigri Hansa Rostock gegn Greuther Furth. Þetta var afar dýrmætur sigur fyrir Hansa Rostock sem er í harðri fallbaráttu. Þetta var annar sigur liðsins í röð.

Í Svíþjóð var Andri Fannar Baldursson í byrjunarliði Elfsborg í sigri gegn Häcken í æfingaleik, á meðan Norrköping gerði jafntefli við Varnamo og Norrby lagði Qviding að velli. Sogndal skoraði þá fimm í stórsigri gegn Raufoss í æfingaleik í Noregi.

Í B-deild ítalska boltans kom Birkir Bjarnason við sögu í jafntefli Brescia í umspilsslag. Brescia er í neðsta umspilssætinu sem stendur og er í harðri baráttu. Á sama tíma var Hjörtur Hermannsson ónotaður varamaður í 3-1 tapi Pisa gegn Como, en Pisa er tveimur stigum frá umspilssæti eftir tapið á meðan Como er í baráttu um annað sætið.

Cracovia 2 - 2 Widzew Lodz

Kolding 3 - 3 Næstved

Hilleröd 1 - 2 AaB

Hansa Rostock 1 - 0 Greuther Furth

Hacken 1 - 3 Elfsborg

Norrby 2 - 1 Qviding

Raufoss 1 - 5 Sogndal

Brescia 1 - 1 Catanzaro

Como 3 - 1 Pisa

Athugasemdir
banner