Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 14:20
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Ótrúleg dramatík þegar Coventry komst á Wembley
Leikmenn Coventry fagna.
Leikmenn Coventry fagna.
Mynd: Getty Images
Sá var öflugur en það dugði ekki til.
Sá var öflugur en það dugði ekki til.
Mynd: EPA

Wolves 2 - 3 Coventry
0-1 Ellis Simms ('53 )
1-1 Rayan Ait Nouri ('84 )
2-1 Hugo Bueno ('88 )
2-2 Ellis Simms ('90 )
2-3 Haji Wright ('90 )

Fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum enska bikarsins fór fram í hádeginu en þá mættust Wolves og Coventry á Molineux leikvangnum í Wolves.


Gestirnir frá Coventry eru í Championship deildinni en það sást ekki á vellinum í dag að liðið væri í deild fyrir neðan Úlfanna.

Markalaust var í hálfleik en hlutirnir gerðust svo sannarlega í þeim síðari. Coventry var betra liðið og komst verðskuldað í forystu þegar Ellis Simms skoraði fyrir gestina.

Championship liðið fékk nóg af tækifærum til að gera út um leikinn en Jose Sá varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu hjá heimamönnum. Þetta fengu gestirnir í bakið en Rayan Ait Nouri jafnaði metin á 84. mínútu eftir slæm mistök í vörn Coventry.

Þetta gaf Wolves sjálfstraust og tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Hugo Bueno eftir góða sókn hjá Wolves og virtist hann vera skjóta liðinu í undanúrslitin á Wembley.

Ótrúlegir hlutir gerðust síðan í uppbótartímanum. Bætt var við alls níu mínútum og var það á 97 mínútu þegar Simms náði að jafna metin fyrir Coventry og skora sitt annað mark í leiknum. Simms skoraði markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf og flikk áfram. Þarna héldu allir að leikurinn væri að fara í framlengingu.

Haji Wright var á allt öðru máli en á 100 mínútuni náðu Coventry að snúa leiknum sér í vil á ótrúlega hátt en Wright skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið og allt gjörsamlega truflaðist í fagnaðarlátum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Coventry sem fjölmenntu á völlinn.

Ótrúlegur leikur og ótrúleg endurkoma hjá Coventry og er liðið það fyrsta sem er búið að tryggja sætið sitt í undanúrslitunum á Wembley í þeim elsta og virtasta.


Athugasemdir
banner
banner
banner