Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 11:00
Aksentije Milisic
Guardiola: Þörfnumst Grealish í toppstandi
Mynd: EPA

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur hvatt Jack Grealish, leikmann liðsins, að æfa eins vel og hann getur í landsleikjahlénu sem framundan er en Grealish hefur átt erfitt tímabil til þessa.


Hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu frá því að Jeremy Doku kom til liðsins og þá hefur Englendingurinn einnig meiðst nokkrum sinnum þegar hann hefur fengið sénsinn í liðinu. Hann fór meiddur af velli gegn Luton Town í enska bikarnum á dögunum.

Grealish hefur ekki spilað marga byrjunarliðsleiki í vetur en Guardiola segir að liðið þarfnist hans í toppstandi eins og hann var á síðustu leiktíð.

„Það koma núna tvær vikur þar sem hann mun æfa vel og skynsamlega svo hann verði klár þegar leikirnir fara að rúlla á ný,” sagði Guardiola.

„Á morgun (í dag gegn Newcastle) munum við mögulega þurfa hann en svo sérstaklega eftir tvær vikur. Þá fáum við vonandi að sjá þann Jack sem við höfum séð alltof sjaldan á þessari leiktíð.”

„Þú verður að ná stöðugleika á æfingasvæðinu og í leikjum. Grealish veit það og það er erfitt að ná stöðugleikanum þegar þú meiðist alltaf reglulega. Við þörfnumst hans í toppstandi.”

Manchester City mætir Newcastle United í átta liða úrslitum enska bikarsins í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner