Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Snorri Már ráðinn sem aðstoðarþjálfari Víðis
Mynd: Víðir
Víðir Garði er að styrkja sig fyrir komandi átök í 3. deild karla eftir að liðinu mistókst að komast upp úr deildinni í fyrra. Víðir endaði aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu og ætlar að gera betur í ár.

Snorri Már Jónsson mun aðstoða Víði við það verkefni þar sem hann hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Snorri er 48 ára gamall og býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum, þar sem hann lék í fjórum efstu deildum íslenska fótboltans spilandi fyrir Suðurnesjaliðin Keflavík, Njarðvík og Grindavík á sínum ferli.

Hann er með KSÍ A1 þjálfararéttindi og hefur meðal annars starfað sem aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni Sandgerði og sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík.

Auk þess hefur Snorri starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Njarðvík og sem þjálfari 2. flokks karla hjá sameinuðu liði Keflavíkur, Reynis og Víðis.

Snorri mun vera aðstoðarmaður Sveins Þórs Steingrímssonar aðalþjálfara í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner