Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. maí 2020 12:30
Aksentije Milisic
Varar úrvalsdeildina við því að byrja aftur
Mynd: Getty Images
Alexander Jeremejeff, framherji B-deildarliðsins Dynamo Dresden í Þýskalandi, hefur varað ensku úrvalsdeildina við því að hefja leik aftur.

Allur leikmannahópur og starfslið Dynamo var sett í tveggja vikna sóttkví, viku áður en deildin átti að hefjast á ný í Þýskalandi. Tveir leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna.

Liðið átti að mæta Hannover á sunnudaginn kemur en nú verður ekkert úr því.

„Þegar þær fréttir bárust að deildin væri að byrja aftur og við mættum byrja að æfa, þá hittist allt liðið saman og byrjaði að æfa," segir Alexander.

„Við æfðum aðeins í tvo daga og þurftum svo að fara í sóttkví. Það voru allir mjög ánægðir í byrjun, þú hittir liðsfélaga þína og allt er orðið eðlilegt en svo tveimur dögum síðar ertu læstur heima hjá þér og mátt ekki fara út, þetta er svolítið klikkað."

„Núna erum við í enn verri málum. Þegar við fórum í sóttkví fyrr á árinu, þá máttum við fara út úr húsí, í göngutúr og út í búð. Núna megum við ekki fara úr húsi, þetta er nýtt skref."

Boltinn byrjar að rúlla í Þýskalandi í dag en enska úrvalsdeildin hefur sett stefnu sína á 12. eða 19. júní.
Athugasemdir
banner