Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. maí 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Asensio í viðræðum við Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Búist er við því að spænski kantmaðurinn Marco Asensio muni skrifa undir nýjan samning við Real Madrid á næstu dögum.


Asensio er 27 ára gamall og rennur út á samningi hjá Real í sumar. Félög á borð við Arsenal og Aston Villa hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir, en talið er að leikmaðurinn vilji frekar vera áfram hjá spænska stórveldinu.

Asensio hefur spilað rétt tæpa 300 leiki fyrir Real Madrid, og er búinn að skora 24 mörk í síðustu 89 leikjum.

Ítölsk félög á borð við Juventus, Inter og Milan eru einnig áhugasöm um að fá Asensio í sínar raðir.

Leikmaðurinn hefur því marga kosti til að velja úr ef viðræðurnar við Real Madrid ganga ekki nógu vel. 

Asensio spilaði tíu mínútur í 1-1 jafntefli Real Madrid gegn Manchester City í síðustu viku og er í leikmannahópinum sem spilar seinni leikinn í Manchester annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner