Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. maí 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Cruyff hættir hjá Barcelona í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Barcelona hefur staðfest að Jordi Cruyff muni yfirgefa stöðu sína sem yfirmaður íþróttamála eftir tímabilið. Hann hættir því á sama tíma og Matieu Alemany, sem hefur starfað náið samhliða Cruyff sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.


Talið er að portúgalski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Deco muni taka við keflinu og gegna stöðu yfirmanns íþróttamála einn síns liðs, án aðstoðar frá yfirmanni fótboltamála.

Deco lék meðal annars fyrir Barcelona á glæsilegum ferli sem fótboltamaður og á hann í dag umboðsskrifstofu sem er með menn á borð við Fabinho og Raphinha á sínum snærum.

Cruyff er 49 ára gamall og hefur starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona síðan 2021. Fyrir það þjálfaði hann meðal annars Maccabi Tel Aviv og A-landslið Ekvador.

Hann segist hafa notið tíma sins hjá Barcelona en að nú vilji hann leita á önnur mið og takast á við nýja áskorun. Samningur Cruyff rennur út í sumar og verður hann þá frjáls ferða sinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner