Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. júní 2018 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Frakklands og Ástralíu: Ógurleg sóknarbreidd
Ousmane og Mbappe byrja.
Ousmane og Mbappe byrja.
Mynd: Getty Images
Frakkland og Ástralía eigast við klukkan 10:00 í C-riðli Heimsmeistaramótsins. Þetta er eini leikurinn á dagskrá fyrir leik Íslands og Argentínu klukkan 13:00.

Frakkarnir eru sigurstranglegri fyrir þenann leik, það er ljóst.

Hjá Frakklandi eru Antoine Griezmann, Ousmane Dembele og Kylian Mbappe fremstu þrír. Thomas Lemar og Olivier Giroud þurfa að gera sér það að góðu að byrja á bekknum. Corentin Tolisso byrjar á miðjunni með Pogba og Kante.

Benjamin Pavard, leikmaður Stuttgart, er í hægri bakverði Frakka og Lucas Hernandez, leikmaður Atletico, er í vinstri bakverði. Benjamin Mendy byrjar á varamannabekknum.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin en hinn reyndi Tim Cahill byrjar á bekknum hjá Áströlum.

Byrjunarlið Frakklands: Lloris, Pavard, Varane, Umtiti, Hernandez, Kante, Pogba, Tolisso, Mbappe, Griezmann, Dembele.

Byrjunarlið Ástralíu: Ryan, Risdon, Milligan, Sainsbury, Behich, Jedinak, Mooy, Kruse, Leckie, Rogic, Nabbout.

Sjá einnig:
Jónatan spáir í leik Frakklands og Ástralíu
Athugasemdir
banner
banner
banner