Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 13:22
Magnús Már Einarsson
Kristinn Guðbrands hættur með Skallagrím
Kristinn Guðbrandsson.
Kristinn Guðbrandsson.
Mynd: Víkurfréttir
Kristinn Guðbrandsson er hættur sem þjálfari Skallagríms í 3. deildinni en þetta staðfesti Gísli Einarsson í stjórn knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag. Borgnesingar sitja á botni 3. deildar í augnablikinu með sex stig en eitt stig er upp í öruggt sæti.

„Hann hættir af persónulegum ástæðum. Það eru vonbrigði en við virðum það að sjálfsögðu og þökkum honum fyrir vel unnin störf. Hann er góður drengur að hafa í samskiptum við og við munum sakna hans," sagði Gísli Einars við Fótbolta.net í dag.

Næsti leikur Skallagríms er gegn Einherja á útivelli á laugardag en liðið verður væntanlega komið með nýjan þjálfara fyrir þann tíma.

„Það er verið að bíða eftir svari frá ákveðnum aðila. Stefnan er sem fyrr að halda sér í deildinni og gera það með sóma. Ég tel að við séum með hörkulið en þetta hefur ekki dottið með okkur," sagði Gísli.

Skallagrímur komst upp úr 4. deildinni í fyrra en Kristinn tók við þjálfun liðsins síðastliðið haust af Yngva Borgþórssyni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner