Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu atvikið: Markvarsla De Gea sem bjargaði Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United vann mikilvægan sigur gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Romelu Lukaku og Chris Smalling komu United í 2-0 en um miðbik seinni hálfleiksins minnkaði Andre Gray muninn. Heimamenn í Watford pressuðu stíft síðustu mínúturnar og reyndu að ná inn jöfnunarmarki en United tókst að halda út og ná í mikilvæg þrjú stig.

Man Utd er fyrsta liðið sem tekur stig af Watford á þessu tímabili og er hægt að þakka markverðinum David de Gea fyrir það.

De Gea átti frábæra vörslu þegar lítið var eftir af leiknum. Smelltu hér til að sjá vörsluna og allt það markverða sem gerðist í leiknum. Varslan kemur undir lok myndbandsins.

De Gea var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Manchester United.

Man Utd er með níu stig eftir fimm leiki, liðið hefur unnið tvo leiki í röð.



Athugasemdir
banner
banner