Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 16. september 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Er þetta dagurinn hjá KR?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir í Pepsi Max-deild karla í dag. Leikur ÍA og Grindavíkur átti að fara fram í gær, en honum var frestað og er hann einn af leikjum dagsins í dag.

Skagamenn eru í fínum málum í deildinni en liðið er í 8. sæti með 25 stig á meðan Grindavík er í mikilli fallbaráttu með aðeins 18 stig. Grindavík þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag.

Klukkan 19:15 eru svo tveir leikir. Valur tekur á móti KR þar sem KR-ingar geta orðið Íslandsmeistarar með sigri.

Breiðablik og Stjarnan eigast við á sama tíma í mikilvægum leik. Breiðablik vonast til þess að halda sér á lífi í titilbaráttunni á meðan Stjarnan vonast til þess að halda Evrópubaráttu sinni á lífi.

mánudagur 16. september

Pepsi Max-deild karla
17:00 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner