Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. nóvember 2020 11:49
Magnús Már Einarsson
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísar kærum KR og Fram frá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað kærum KR og Fram frá eftir að KSÍ ákvað að hætta keppni á Íslandsmótinu og í Mjólkurbikarnum.

KR missti af Evrópusæti í karlaflokki en liðið var í 5. sæti í Pepsi Max-deilinni þegar leik var hætt og í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Kvennalið KR féll úr Pepsi Max-deildinni.

Fram endaði í 3. sæti í Lengjudeildinni á markatölu eftir að keppni var hætt þegar tvær umferðir voru eftir.

KR og Fram ákváðu að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd og vildu að ákvörðun KSÍ um að hætta keppni yrði felld úr gild.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tilkynnt að málunum hafi verið vísað frá.

KR og Fram geta farið með málin fyrir áfrýjunardómstól KSÍ en félögin hafa þrjá daga til þess.
Athugasemdir
banner
banner