Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Mögnuð endurkoma Brighton
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Millwall 2 - 2 Brighton (4-5 í vítapsyrnukeppni)
1-0 Alex Pearce ('70)
2-0 Aiden O'Brien ('79)
2-1 Jürgen Locadia ('88)
2-2 Solomon March ('95)
Rautt spjald: Shane Ferguson, Millwall ('120)

Millwall tók á móti Brighton í síðasta leik 8-liða úrslita enska bikarsins og var staðan markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Heimamenn áttu þó talsvert betri síðari hálfleik þar sem þeir leyfðu gestunum frá Brighton að halda boltanum.

Brighton gerði lítið við boltann en heimamenn voru hættulegir þegar þeir komust í sókn og komust þeir yfir eftir hornspyrnu. Alex Pearce skallaði þá knöttinn í netið.

Níu mínútum síðar tvöfaldaði Aiden O'Brien forystuna með laglegu marki eftir frábæran undirbúning frá Jed Wallace sem lék á tvo varnarmenn áður en hann gaf lága fyrirgjöf.

Leikmenn Brighton voru þó ekki á því að gefast upp og minnkuðu muninn á 88. mínútu þegar varamaðurinn Jürgen Locadia skoraði laglegt mark eftir að boltinn datt fyrir hann innan vítateigs.

Millwall virtist vera að landa sigrinum þrátt fyrir mark Locadia en Brighton hélt áfram að leita að jöfnunarmarki og fann það á 95. mínútu. Solomon March tók þá aukaspyrnu sem átti að vera fyrirgjöf en boltinn endaði í markvinklinum. Hinn ungi David Martin á milli stanga Brighton átti að gera betur en missti boltann yfir sig og leikurinn því framlengdur.

Brighton var mikið betra liðið í framlengingunni en náði ekki að pota inn sigurmarki og því blásið til vítaspyrnukeppni skömmu eftir að Shane Ferguson fékk beint rautt spjald í liði heimamanna.

Vítaspyrnukeppnin fór ekki vel af stað fyrir Brighton þar sem þeirra helsti markaskorari Glenn Murray brenndi af. Millwall skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Mahlon Romeo brenndi þeirri fjórðu af og var staðan 4-4 í vítaspyrnukeppninni eftir fimm spyrnur. Því þurfti að grípa til bráðabana.

Lewis Dunk skoraði þar fyrir Brighton en Jake Cooper klúðraði fyrir Millwall og draumur Championship-félagsins á enda í ár. Brighton er komið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner