Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan markahæsti Þjóðverjinn í fimm stærstu deildunum
Ilkay Gündogan er markahæsti maður City
Ilkay Gündogan er markahæsti maður City
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan hefur farið hamförum með Manchester City undanfarið en hann er markahæsti Þjóðverjinn í fimm stærstu deildum Evrópu.

Gündogan, sem er 30 ára gamall, hefur verið valinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvo mánuði en hann hrökk heldur betur í gang um miðjan desember og hefur ekki litið til baka síðan.

Hann er markahæsti leikmaður Man City á þessari leiktíð með 15 mörk en hann skoraði einmitt í 2-0 sigri liðsins á Borussia Monchengladbach í gær í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gündogan er nú markahæsti Þjóðverjinn í fimm stærstu deildum Evrópu.

Hann hefur þá lagt upp þrjú mörk en hann hefur verið drifkraftur City seinni hluta tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner