Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Freyr vann á erfiðasta útivellinum
Frey bíður erfitt verkefni með Kortrijk, þar sem liðið þarf að berjast í afar harðri fallbaráttu í vor.
Frey bíður erfitt verkefni með Kortrijk, þar sem liðið þarf að berjast í afar harðri fallbaráttu í vor.
Mynd: Getty Images
Anderlecht 0 - 1 Kortrijk
0-1 Isaak Davies ('79)

Walesverjinn Isaak Davies skoraði eina mark leiksins er Kortrijk vann frækinn sigur á erfiðasta útivelli belgísku deildarinnar í gærkvöldi.

Kortrijk heimsótti Anderlecht í síðustu umferð fyrir þrískiptingu deildarinnar, en Kortrijk endar í fallbaráttuhópnum ásamt Íslendingaliði Eupen og líklegast OH Leuven einnig, auk RWDM. Með sigrinum komt Kortrijk úr botnsætinu.

Öll stig eru þó mikilvæg og spilaði Kortrijk flottan leik gegn Anderlecht, þar sem Davies gerði eina mark leiksins á 79. mínútu.

Freyr Alexandersson er við stjórnvölinn hjá Kortrijk og hefur liðið náð í 11 stig úr 8 leikjum undir hans stjórn.

Anderlecht er í öðru sæti belgísku deildarinnar og var þetta aðeins þriðja tap liðsins á deildartímabilinu. Þetta var fyrsta tap Anderlecht á heimavelli í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner