Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 17. mars 2024 11:50
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Leicester: Sanchez í markið - Enzo ekki í hóp
Mynd: Getty Images
Daka.
Daka.
Mynd: Getty Images

Átta liða úrslit enska bikarsins halda áfram í dag en í gær tryggðu Coventry og Manchester City sér farseðilinn í undanúrslitin á Wembley.


Klukkan 12:45 verður flautað til leiks á Stamford Bridge í Lundúnum en þar mætast Chelsea og Championship liðið Leicester.

Gengi heimamanna í Chelsea á þessari leiktíð hefur ekki verið gott en liðið situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir frá Leicester sitja í efsta sæti Championship deildarinnar en baráttan þar á toppnum er mjög þétt.

Mauricio Pochettino gerir tvær breytingar á liði Chelsea í dag frá sigurleiknum gegn Newcastle fyrir sex dögum síðan.

Robert Sanchez kemur í markið fyrir Dorde Petrovic og þá er Enzo Fernandez ekki í leikmannahópnum í dag. Inn fyrir hann kemur Mykhailo Mudryk sem skoraði einmitt í leiknum gegn Newcastle.

Chelsea: Sanchez; Gusto, Disasi, Chalobah, Cucurella; Caicedo, Gallagher; Palmer, Mudryk, Sterling; Jackson.
(Varamenn: Petrovic, Badiashile, Silva, Acheampong, Chilwell, Harrison, Chukwuemeka, Madueke, Washington)

Leicester: Stolarczyk, Choudhury, Faes, Vesteegaard, Doyle, Ndidi, Dewsbury-Hall, Winks, Fatawu, Mavididi, Daka
(Varamenn: Ward, Coady, Nelson, Justin, Yunus, Albrighton, Marcal, Iheanacho, Cannon)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner