Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 13:25
Aksentije Milisic
Ítalía: Albert spilaði þegar Genoa sótti stig gegn Juventus
Retegui og Bremer í baráttunni.
Retegui og Bremer í baráttunni.
Mynd: EPA

Juventus 0-0 Genoa
Rautt spjald: Dusan Vlahovic (Juventus) ('90)

Hádegisleikurinn í Serie A deildinni á Ítalíu í dag fór fram í Tórínó borg en þar áttust við Juventus og Genoa.


Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna og spilaði hann 70. mínútur í dag. Ruslan Malinovsky kom inn á fyrir Albert þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Leikurinn sjálfur var mjög bragðdaufur en gestirnir áttu besta færi fyrri hálfleiksins en það kom eftir fyrirgjöf frá Alberti en inn vildi boltinn ekki.

Genoa varðist vel í síðari hálfleiknum og gekk Juventus afskaplega illa að skapa sér góð færi. Dusan Vlahovic fékk þó mjög gott skallafæri en hann náði ekki að hitta á markið.

Í uppbótartímanum komst Moise Kean í hörkufæri til að tryggja Juve sigurinn en hann þrumaði knettinum í stöngina. Undir lok leiks missti Vlahovic stjórn á skapi sínu og fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt.

Bragðdauft jafntefli niðurstaðan og því mjög góð úrslit fyrir nýliðana í Genoa. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar með 34 stig en Juventus er í því þriðja með 59 eins og AC Milan.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner