Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 15:10
Aksentije Milisic
„Óásættanlegt að tapa þessum leik”
Mynd: Getty Images

Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að leikmenn liðsins hafi verið linir gegn Fulham í gær en Tottenham steinlá á Craven Cottage og tapaði með þremur mörkum gegn engu.


Staðan var 1-0 fyrir heimamenn í Fulham í hálfleik en í þeim síðari gerði Fulham út um leikinn með tveimur mörkum. Tottenham fékk nokkur góð tækifæri til að þess að skora en það tókst hins vegar ekki.

„Að tapa þessum leik var óásættanlegt,” sagði Son.

„Við leikmenn þurfum að taka ábyrgð. Þetta er óásættanlegt. Stuðningsmenn okkar eiga þetta ekki skilið. Við sóknarmenn liðsins verðum að taka ábyrgð af því að við áttum tækifæri sem hefðu geta breytt úrslit leiksins.”

Þá sagði Ange Postecoglou, stjóri liðsins, að þetta var slæmur dagur á skrifstofunni hjá Spurs, eitthvað sem félagið muni ekki sætta sig við.

„Við þurfum að fara yfir margt eftir þennan leik. Þetta var slæmur dagur á skrifstofunni og það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við.”

Með þessu tapi opnaði Tottenham dyrnar fyrir Manchester United í baráttunni um fimmta sætið en sex stig munar á liðunum tveimur. Líklegt er að fimmta sætið muni gefa þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner