Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 16:30
Aksentije Milisic
Þjálfari Seoul gagnrýnir Lingard: Lagði sig ekki fram
Mynd: Getty Images

FC Seoul vann 2-0 sigur á Jeju United í Suður-Kóreska boltanum í gær en enski leikmaðurinn Jesse Lingard er á mála hjá Seoul.


Ferill Lingard hefur farið hratt niðurávið en hann kom inn á sem varamaður eftir tæpa klukkustund í gær í sigurleiknum gegn Jeju.

Kim Gi-dong, þjálfari Seoul, var hins vegar ekki ánægður með Lingard og gagnrýndi hann leikmanninn í viðtali eftir leikinn.

„Þrátt fyrir að hann hafi komið inn á sem varamaður, þá lagði hann sig ekki fram," sagði Kim.

„Hann forðaðist návígi, nöfn á leikmönnum skiptir engu þegar komið er út á völlinn. Ég mun láta hann vita af þessu."

Lingard hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera með hugann við eitthvað allt annað en fótbolta en hann á að baki 32 landsleiki fyrir England á sínum ferli.


Athugasemdir
banner
banner
banner