Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Toney dreymir um að vinna EM og skipta til Real Madrid
Toney skoraði 21 mark og gaf 5 stoðsendingar í 35 leikjum á síðustu leiktíð.
Toney skoraði 21 mark og gaf 5 stoðsendingar í 35 leikjum á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney er gríðarlega eftirsóttur leikmaður og eru miklar líkur taldar á því að hann verði seldur frá Brentford í sumar.

Toney er öflugur framherji sem missti af fyrri hluta tímabilsins vegna leikbanns en kom öflugur aftur inn í byrjunarliðið hjá Brentford í janúar.

Toney skoraði fjögur mörk í fimm fyrstu leikjunum sínum eftir meiðslin en hefur núna mistekist að skora í síðustu fimm leikjum í röð. Hann er þó spenntur fyrir framtíðinni, sem hann veit ekki hvað ber í skauti sér, en draumurinn er að vinna EM með enska landsliðinu og flytja svo til Madrídar.

„Draumurinn væri að vinna alla leikina sem við eigum eftir á tímabilinu og skora 20 mörk í leiðinni. Það eru 9 leikir eftir af tímabilinu þannig við myndum líka halda hreinu 9 sinnum," sagði Toney, og hélt svo áfram að lýsa útópíunni sinni.

„Í sumar myndi ég fara á EM með Englandi og vinna mótið. Eftir það getur Brentford selt mig fyrir væna summu og ég mæti kátur í undirbúningstímabilið í Madríd."
Athugasemdir
banner
banner